Ábyrgðarskilmálar

Fimm ára ábyrgðarskilmálar Svefn & heilsu

 Framleiðendur ábyrgjast gæði allra okkar heilsudýna og rúmbotna. 

 Grein 1

Ef sú staða kemur upp að um framleiðslugalla á vöru eða efnum í vöru er um að ræða innan 5 ára frá kaupdegi þá skiptum við út vörunni eða lögum vöruna (nema að varan uppfylli ekki atriði í grein 7).  Sjá nánar ábyrgðaskilmála.

 Grein 2

Ef um framleiðslugalla á vöru eða efnum í vöru er að ræða innan 2 ára og um venjulega notkun vörunnar að ræða, þá ábyrgjumst við allan kostnað við að gera við vöruna eða skipta út vörunni.

 Grein 3

Framleiðandi mun mæla með úrlausnum varðandi fría viðgerð og eða vöruskipti á vörum sem fellur undir þessa ábyrgðarskilmála.   Ef ekki er hægt að gera við vöruna eða skipta henni út getur framleiðandi (Svefn & heilsa) bætt vöruna með sambærilegri vöru.

 Grein 4

Ábyrgð nær eingöngu til framleiðslugalla á vöru og eða efnum í vöru.

 Grein 5

Ef um viðgerð eða vöruskipti er að ræða verður að taka það með í reikninginn að notkun vörunnar minkar verðgildi hennar.  Viðskiptavinurinn tekur því þátt í greiðslu dýnunnar efir notkun hennar (sjá töflu hér fyrir neðan) ásamt kostnaði við flutning og umsýslukostnaðar.

1 árið                      Viðskiptavinur greiðir  0%

2 árið                      Viðskiptavinur greiðir  0%

3 árið                      Viðskiptavinur greiðir 40%

4 árið                      Viðskiptavinur greiðir 60%

5 árið                      Viðskiptavinur greiðir 80%

6 árið                      Ekki lengur í ábyrgð.

 Heildarábyrgð á öllum mótorum,  rafhlutum og stýringum nær eingöngu til tveggja ára, eftir þann tíma er ábyrgðin útrunnin.  Ef um er að ræða skipti á þessum hlutum þá hafið samband og athugið kostnað á þeim.

 Grein 6

Ábyrgð á samsetningu og framleiðslugalla mótora gildir í tvö ár.

 Grein 7

Þeir hlutar sem falla ekki undir ábyrgðarskilmálana

Dýnur og rúmbotnar sem eru ekki með framleiðslumiða eða upprunalegan reikning vörunnar

Eðlilegt slit á vörunni og þar með talið litabreytingar og slit á áklæði og bólstrun.(saumasprettur)

Hlutir eins og rafhlöður, fjarstýringar – sem ganga úr sér með tímanum.

Óþrifnaður og myglusveppir ( Þar sem loftun er ábótavant og raki myndast  í herbergi)

Eðlileg slit vegna notkunar dýnunnar:  dýna gefið eðlilega eftir með tímanum.   Það er eðlilegt að hæð dýnunnar geti minkað um 15% á svæðum og stífleiki getur einnig minkað um 20%.  Það er einnig eðlilegt að  bólstrun geti misst allt að 65% af upprunalegri þykkt við notkun.   Þessi atriði eru því ekki undir ábyrgð og eru eðlileg hjá framleiðenda.  Slit vegna óeðlilegar notkunar eða umhugsunar.  (Dýna notuð sem sófi á daginn).  Slit vegna þjösnaskaps, yfirþyngd, heimatilbúin viðgerð, Breytingar á dýnunni vegna þess að dýnan var beygð við flutning.  Þvag, blóð aðrir sjáanlegir blettir.

Sjáanlegir framleiðslugallar sem hefði átt að vera sagt frá við afhendingu vöru.

 Grein 8

Ef þú hefur yfir einhverju að kvarta, þá skalt þú hafa samband við okkur,  vera með upprunalega  reikninginn með þér ásamt vörumiða.  Varan á að vera hrein.

 Grein 9

Ef að gert er við vöruna eða vörunni er skipt innan tveggja ára breytir það ekki upprunalegum ábyrgðartíma.  Ábyrgðartíminn er þá miðaður við upprunalegan reikning.

 Grein 10

Vörunni skal vera pakkað inn til að vernda hana frá eyðileggingu og skít á meðan á flutningi stendur.